13.7.06

Stebba i herinn!

Með ólíkindum má heita að ekki hafi verið að því hugað fyrr að gæta þess við brottför varnarliðsins að minjar um veru Bandaríkjahers hér á landi séu varðveittar með viðeigandi hætti. Þykir Stefán Pálsson, sagnfræðingur og formaður Samtaka herstöðvaandstæðinga, hafa tekið þarft frumkvæði í þeirri umræðu. Suður með sjó hefur raunar um nokkurt skeið verið rætt um að koma þyrfti á laggirnar herminjasafni. Þeir Stefán og Friðþór Eydal, sem senn lætur af störfum sem upplýsingafulltrúi varnarliðsins, væru örugglega pottþétt tvíeyki til þess að stýra slíku safni…

Þessi athugasemd birtist fyrst í Blaðinu.