
Bjórar eru taldir með iðnari skepnum, en verkfræðikunnátta þeirra við
stíflugerð er með ólíkindum. Iðni þeirra er slík að í ensku má lýsa kappsömum manni sem „
eager beaver“. Ég má til með að minnast á að bjórinn er einkennisdýr
míns gamla skóla og skólablaðið heitir
The Beaver, sem sumum bandarískum nemendum þótti óstjórnlega fyndið vegna
slangurmerkingar orðsins vestanhafs. Tilefni þessarar athugasemdar um bjóra er
frétt af bjórum í Louisiana, sem gerðu sér stíflu úr tugþúsundum Bandaríkjadala, en þeim hafði áður verið stolið úr spilavíti skammt frá. Blaðamaður telur að þetta sé óvenjulegasta peningaþvætti, sem um getur.
0 Comments:
Ritaðu athugasemd við athugasemdir...
<< Heim