Hver tekur við?
Milljón dollara spurningin er auðvitað hver taki við starfi borgarstjóra að Þórólfi Árnasyni gengnum. Ef R-listinn væri flokkur væri þetta ekki ýkja erfitt, en af því að þrír flokkar og „óháðir“ standa að þvi er um flókið tafl að ræða og engan veginn víst hvaða peð verða drottningar áður en yfir lýkur. Ég hef hitt Samfylkingarfólk, sem er þess fullvíst að Alfreð muni nota tækifærið til þess að ganga til liðs við sjálfstæðismenn, Vinstri grænir eru vænisjúkari en nokkru sinni og allir á nálum, en framsóknarmenn notuðu tækifærið til þess að samþykkja ályktun um val nýs borgarstjóra þvert á yfirlýsingar Ingibjargar S. Gísladóttur, borgarfulltrúa Samfylkingarinnar. Það er stormasamt á hamingjuheimilinu.
Svona fyrirfram hefði maður gefið sér að Dagur B. Eggertsson væri líklegasti kandídatinn. Hann er ungur, vel menntaður, býður af sér góðan þokka og er með óvenjuóflekkaðar hendur af borgarfulltrúa R-listans að vera. Mér segir hins vegar svo hugur um að Vinstri grænir muni ekki samþykkja hann. En framsóknarmenn eru sjálfsagt bara að prútta, Alfreð er slétt sama hver er borgarstjóri svo framarlega, sem hann fær það sem hann vill, og hann gæti fengið eitthvað auka út á það að veita Degi blessun sína.
Menn hafa gasprað eitthvað um fólk utan listans, en flest af því er vafalaust nákvæmlega það: gaspur. En svo eru fleiri kostir í stöðunni.
Við afsagnartilkynninguna tók ég eftir því að Þórólfur kvaðst hlakka til þess að vinna með nýjum borgarstjóra. Hvað átti hann við? Er hann e.t.v. aðeins að skipta um skrifstofu í Ráðhúsinu? Um þessar mundir standa yfir allmiklar stjórnkerfisbreytingar í borgarkerfinu, sem taka eiga gildi um áramót, og þar er vissulega rými fyrir mann eins og Þórólf, t.d. sem sviðsstjóri Fjármálasviðs, Framkvæmdasviðs, Menningar- og ferðamálasviðs eða Þjónustu- og rekstrarsviðs. En í þessari skák er ein hrókering ótalin enn: Ef Helga Jónsdóttir borgarritari verður ráðin borgarstjóri losnar hennar stóll, en um áramót átti hún að verða sviðsstjóri Stjórnsýslu- og starfsmannasviðs og staðgengill borgarstjóra. Væri R-listinn yfir það hafinn að koma Þórólfi fyrir þar? Hann myndi svo stjórna borginni eftir sem áður, en eftirláta Helgu borðaklippingar og snittukúrinn. Þegar þar að kæmi færi hann svo bara í prófkjör og myndi vafalaust ná ágætum árangri þar. Panem et circenses.
Svona fyrirfram hefði maður gefið sér að Dagur B. Eggertsson væri líklegasti kandídatinn. Hann er ungur, vel menntaður, býður af sér góðan þokka og er með óvenjuóflekkaðar hendur af borgarfulltrúa R-listans að vera. Mér segir hins vegar svo hugur um að Vinstri grænir muni ekki samþykkja hann. En framsóknarmenn eru sjálfsagt bara að prútta, Alfreð er slétt sama hver er borgarstjóri svo framarlega, sem hann fær það sem hann vill, og hann gæti fengið eitthvað auka út á það að veita Degi blessun sína.
Menn hafa gasprað eitthvað um fólk utan listans, en flest af því er vafalaust nákvæmlega það: gaspur. En svo eru fleiri kostir í stöðunni.
Við afsagnartilkynninguna tók ég eftir því að Þórólfur kvaðst hlakka til þess að vinna með nýjum borgarstjóra. Hvað átti hann við? Er hann e.t.v. aðeins að skipta um skrifstofu í Ráðhúsinu? Um þessar mundir standa yfir allmiklar stjórnkerfisbreytingar í borgarkerfinu, sem taka eiga gildi um áramót, og þar er vissulega rými fyrir mann eins og Þórólf, t.d. sem sviðsstjóri Fjármálasviðs, Framkvæmdasviðs, Menningar- og ferðamálasviðs eða Þjónustu- og rekstrarsviðs. En í þessari skák er ein hrókering ótalin enn: Ef Helga Jónsdóttir borgarritari verður ráðin borgarstjóri losnar hennar stóll, en um áramót átti hún að verða sviðsstjóri Stjórnsýslu- og starfsmannasviðs og staðgengill borgarstjóra. Væri R-listinn yfir það hafinn að koma Þórólfi fyrir þar? Hann myndi svo stjórna borginni eftir sem áður, en eftirláta Helgu borðaklippingar og snittukúrinn. Þegar þar að kæmi færi hann svo bara í prófkjör og myndi vafalaust ná ágætum árangri þar. Panem et circenses.
0 Comments:
Ritaðu athugasemd við athugasemdir...
<< Heim