4.11.04

Fjölmiðlavandinn II.

Furðuleg framkoma R-listans við fjölmiðla og almenning er orðin hlægileg framhaldssaga. Í fréttum Stöðvar 2 núna áðan tók Róbert Marshall við kyndlinum (hljóðnemanum) af Evu Bergþóru Guðbergsdóttur og dirfðist að spyrja þessa fulltrúa reykvísks almennings um það hvað sé á seyði. Hann uppskar lítið nema þögnina og hið litla, sem þó var umlað, var ekkert nema hroki. Þessi viðbrögð borgarfulltrúanna eru skammarleg. Þeir láta eins og fjölmiðlum komi þetta ekki við, að hér sé um fjölskyldumál að ræða, mannlegur harmleikur eða ámóta. Skæla svo undan því að fréttamenn spyrji fregna og líkja þeim við hrægamma! Gerir þetta fólk sér ekki grein fyrir því að það situr í Ráðhúsinu í umboði almennings? Að það er trúnaðarfólk borgaranna? Að svona framkoma er óboðleg? Svei þeim!