4.11.04

Safari-viðbót

Af því að ég nota Mac OS X er vefglugginn Safari eitt helsta vinnutækið. Ég hef líka notað OmniWeb og Firefox svolítið og er ánægður með bæði forritin, en Safari er það, sem ég nota að öllu jöfnu. Ég hygg að svo sé um flesta makkanotendur. En það er eitt og annað, sem betur mætti fara í Safari og við eigum ekki von á neinni alvöruuppfærslu fyrr en næsta sumar. Þess vegna vil ég endilega benda mönnum á Safari-viðbótina Saft, sem bætir úr ýmsum minniháttar vanköntum og bætir við margvíslegum fídusum, sem mér finnast núna öldungis ómissandi. Sem dæmi má nefna: RSS-lestur, leit í history-skrá, vistun vefsíðna, betra viðmót og margt fleira. Það, sem mér finnst þó svalast er skilgreining á skyndileit. Þannig get ég skrifað
mbl leitarorð
í slóðarreitinn, slegið á vendihnappinn og það næsta sem ég sé er leitarniðurstöðusíða frá Gagnasafni Morgunblaðsins. Það er vitaskuld hægt að skilgreina alls kyns flýtiskipanir aðrar og það er ekki bundið við leitarvélar þó brillíansinn sé mestur þar. Skora á menn að ná sér í Saft og borga $10 fyrir. Það er gjafverð.