8.11.04

Diplómatían fullreynd á Fílabeinsströndinni?

Maður fær fregnir um að Frakkar hafi eytt flugher Fílabeinsstrandarinnar, náð valdi á fluvellinum í Abidjan (aðalborg landsins þó Yamoussoukro sé höfuðborg), franskir skriðdrekar séu að umkringja forsetahöllina og stutt kunni að vera í að Laurent Gbagbo verði steypt. Frakkar eru hluti friðargæsluliðs, sem þangað var sent fyrir um ári til þess að verja vopnahlé milli stjórnarinnar og uppreisnarmanna í landinu. Á laugardag ítrekaði Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna heimild til þess að beita öllum tiltækum til þess að framfylgja ályktun sinni um vopnahléð. Og jæja. En það er skrýtið að maður heyrir ekki orð um að það verði í lengstu lög að láta reyna á diplómatískar lausnir í málinu. Af hverju ætli það sé? Af því að þetta varðar franska hagsmuni? Af því að þetta eru bara negrar? Eða gæti verið að vörnin fyrir Saddam hafi byggst á einhverju allt öðru?