14.11.04

Snýr Arafat aftur?

Furðulegt að fylgjast með Sveini Rúnari Haukssyni í Sunnudagsþættinum á Skjá 1 líkja Jasser Arafat við Jesú frá Nazaret á þeirri forsendu að hann hafi „lagst á hnén og grátbeðið þjóð sína um að sýna Ísraelum ekki ofbeldi“, að hann hafi lagt það fyrir sína útvöldu þjóð að bjóða hinn vangann! (Seinna líkti hann karlinum við Jón Baldvin Hannibalsson og hvað þýðir það?!) En nú bíður Sveinn Rúnar væntanlega spenntur eftir því að steininum sé velt frá grafhýsinu og það allt.

Nú er það svo að Arafat sagði sitt af hverju um dagana, en það var himinn og haf milli þess, sem hann sagði við vestræna fjölmiðla og miðla arabaheimsins. Það er kannski fullseint að benda mönnum á það núna, en á vef Middle East Media Research Institute er að finna fjölmiðlaefni frá arabalöndunum þýtt á ýmis vestræn tungumál. Það, sem e.t.v. kemur mest á óvart er hversu gamaldags gyðingahatur er útbreitt þar eystra enn þann dag í dag, en margt gæti eins hafa verið útgefið í Mið-Evrópu fyrir 60-70 árum.