13.7.06

Flugstöð Eiriks Haukssonar

Klippari sér að sumir hafa undrast ummæli hans í gær um Flugstöð Eiríks Haukssonar og jafnvel lesið í þau takmarkalausa aðdáun á Eiríki, sem brotist hafi fram á þessum freudíska náttkjól. Undirritaður hefur vissulega mætur á Eiríki, en með þessum orðum var einungis verið að víkja að nauðsyn þess að Íslendingar styrki tilkall sitt til Eiríks sem Norðmenn hafa á undanförnum árum reynt að eigna sér líkt og Leif forðum.

Þessi athugasemd birtist fyrst í Blaðinu.