Um blogg og vef

Ég hef nefnilega tekið eftir því að mér hættir til að vera nokkuð langorður, svona miðað við blogga almennt. Og hvað á ég að gera ef ég vil beinlínis skrifa greinar? Þá er bloggformið þanið til hins ýtrasta. Mér líst raunar ágætlega á tæki eins og Plone og sjálfsagt þarf ég að koma mér upp almennilegum vef með því eða ámóta tækni. Ég á mikið af gömlum skrifum, sem mér finnst rétt að láta liggja á netinu, en síðan er urmull af öðru dóti sem eftir mann liggur: letur, skopmyndir og annað. En ef ég fer út í slíkt þá þarf ég eiginlega að koma mér upp sérvél í það. Sjáum til...
P.S. Ég hefði átt að skrifa meira um vandræðaleysi Blogger. Uppfærslan á þessum pósti hékk í hálftíma. 8(
0 Comments:
Ritaðu athugasemd við athugasemdir...
<< Heim