Aðeins að fínstilla fókusinn...
Jamm, ljósmyndatækninni fleygir fram sem aldrei fyrr. Það virðast allir vera með stafrænar myndavélar (nema ég), litvinnsla er orðin á allra færi og okkur berast nákvæmar gervihnattamyndir af bakgörðum okkar og sólkerfum í marga milljóna ljósára fjarlægð. Svo maður á kannski ekki að vera hissa.
En mér finnst þetta samt svo falleg mynd að ég birti hana samt. Þetta er sumsé mynd af frumeindum. Kísilfrumeindapörum (Si) nánar tiltekið og upplausnin er 0,6Å. Ekki slæmt. Hún var tekin af vísindamönnum í Oak Ridge Tennessee. Rétt er að taka fram að kísilfrumeindir eru ekki rauðar. Rafeindasmásjármyndin er svarthvít, en boffinarnir í Oak Ridge bættu rauðu slikjunni við til skrauts.
Það hafa áður verið teknar myndir af frumeindum en aldrei jafnskarpar og þessi. Þær verða tæpast miklu skarpari, enda frumeindir ekki beint afmarkaðir hlutir. Nifteindirnar og róteindirnar kunna að vera það í teoríunni en rafeindirnar mynda óljósan skýjahjúp umhverfis þær. Sjálfar eindirnar eru síðan agnarsmáar miðað við frumeindina alla, þannig að þó kjarninn (99.99% af massa frumeindarinnar) væri á stærð við meðalbaun á Lækjartorgi væru rafeindirnar á sveimi yfir Tjörninni og höfninni. Þær eru svo smáar að þær hafa nánast engan massa, aðeins hleðslu.
En mér finnst þetta samt svo falleg mynd að ég birti hana samt. Þetta er sumsé mynd af frumeindum. Kísilfrumeindapörum (Si) nánar tiltekið og upplausnin er 0,6Å. Ekki slæmt. Hún var tekin af vísindamönnum í Oak Ridge Tennessee. Rétt er að taka fram að kísilfrumeindir eru ekki rauðar. Rafeindasmásjármyndin er svarthvít, en boffinarnir í Oak Ridge bættu rauðu slikjunni við til skrauts.
Það hafa áður verið teknar myndir af frumeindum en aldrei jafnskarpar og þessi. Þær verða tæpast miklu skarpari, enda frumeindir ekki beint afmarkaðir hlutir. Nifteindirnar og róteindirnar kunna að vera það í teoríunni en rafeindirnar mynda óljósan skýjahjúp umhverfis þær. Sjálfar eindirnar eru síðan agnarsmáar miðað við frumeindina alla, þannig að þó kjarninn (99.99% af massa frumeindarinnar) væri á stærð við meðalbaun á Lækjartorgi væru rafeindirnar á sveimi yfir Tjörninni og höfninni. Þær eru svo smáar að þær hafa nánast engan massa, aðeins hleðslu.
0 Comments:
Ritaðu athugasemd við athugasemdir...
<< Heim