Lagt upp á nýjan leik

Í þá daga skrifaði ég mest um netið og tölvur. Það var varla að ég tæpti á stjórnmálum, nema þá í samhengi við netið. En það var svo sem nóg af slíkum vangaveltum. Hvað mætti og hvað ekki, hver hefði lögsögu yfir netinu, hvað með höfundarrétt og það allt. Mörgum spurningum af því taginu hefur verið svarað, en það er álitlegur bunki eftir af óleystum álitaefnum. Kannski ég drepi á slíkt hér.
Á hinn bóginn hef ég upp á síðkastið helst haft mig í frammi á opinberum vettvangi þegar stjórnmál eru annars vegar. Mér finnst líklegt að flestar athugasemdirnar hér verði af því taginu af vettvangi dagsins. En sjáum hvað setur. Nóg er af áhugamálunum og sérviskunum.
0 Comments:
Ritaðu athugasemd við athugasemdir...
<< Heim