Leyniformúlan

En ég ætlaði nú ekki að mæra mig eða leiðbeinendur mína í matargerðarlist, heldur fremur að benda fólki á alveg dýrðlega sósu, sem mér finnst ómissandi í hvert eldhús. Þetta er ostrusósan frá Blue Dragon. Hana má svo sem nota eintóma út á hrísgrjón líkt og sojasósu, en mér finnst hún miklu heilladrýgri í almenna sósugerð. Þó ostrusósan sé kantónsk að uppruna er algerlega ástæðulaust að nota hana aðeins í austurlenska matargerð. Ég nota slettu af henni í venjulega brúnsósu, pottrétti og hvaðeina. Það þarf ekki mikið af henni til þess að gefa þetta aukalega „je ne sais quoi", sem hæglega skilur milli feigs og ófeigs í eldamennskunni. Og hún er ekki mjög bragðsterk heldur, þannig að það þarf ekki að óttast að hún yfirgnævi uppistöðuna.
0 Comments:
Ritaðu athugasemd við athugasemdir...
<< Heim