8.10.04

Ísland utan Evrópu í Spectator

Í nýjasta tölublaði The Spectator, sem að mínu viti er best skrifaða tímarit í heimi, er að finna grein eftir Evrópuþingmanninn Daniel Hannan, sem var í heimsókn hér á landi fyrir nokkrum vikum og Egill Helgason ræddi m.a. við í þætti sínum, Silfri Egils.

Greinin ber fyrirsögnina Blue-eyed sheiks eða „Bláeygir sheikar“ svo maður þýði þetta lauslega. Hann fjallar um ríkidæmi Íslendinga og stærð í alþjóðasamfélaginu, sem sé úr öllu samhengi við fjölda landsmanna og náttúruauðævi. Hann rekur íslenska efnahagsundrið til þrennra hluta: inngöngu landsins í Evrópska efnahagssvæðið, frjálslyndrar efnahagsstefnu í kjölfarið og staðfestu Íslands utan Evrópusambandsins. Hann lýkur grein sinni svo:
Iceland’s most famous novelist, Halldór Laxness, won the Nobel Prize with a book called Independent People. That phrase — Sjalfstætt Folk — has a resonance on the island that is difficult for foreigners to grasp. Icelanders believe that self-government is the natural condition for a sturdy, free-standing citizenry. They understand that there is a connection between living in an independent state and living independently from the state. They have no more desire to submit to international than to national regulation. That attitude has made them the happiest, freest and wealthiest people on earth. Long may they remain so.