Klanið og demókratar
Það mætti halda að kosningabaráttan vestra sé að harðna til muna. Það berast fregnir af skotárás á kosningamiðstöð repúblikana í Tennessee, aðra í Vestur-Virginíu, það er ráðist inn á enn aðra í Flórídu, hvaðanæva berast fregnir af skemmdarverkum á bílum með límmiða til stuðnings Bush og í Wisconsin var logandi hakakross settur niður í garðinum hjá manni, sem dirfðist að opinbera stuðning sinn við Bush. Það, sem þó hefur sjálfsagt stuðað flesta er þegar rummungar í stuðningsliði Kerrys tóku spjald af þriggja ára gamalli telpu og rifu í tætlur vegna þess að á því stóðu nöfn Bush og Cheneys. Barnið brast vitaskuld í grát.
Það eru vondir menn, sem leggja til atlögu við börn með þessum hætti. En það er sérstaklega einkennilegt í ljósi þess að þessir aktívistar telja sjálfa sig einatt þess umkomna að eigna sér einum friðarvilja, fóstra skoðanafrelsið, menningarlega fjölbreytni og það allt. Og það er þetta sama lið, sem líkir Bush við Hitler. Eins og það sé ekki nógu ósmekklegt út af fyrir sig (þó ekki væri nema fyrir fórnarlömb heimstyrjaldarinnar síðari og Helfararinnar), en þessi vinnubrögð minna einmitt á aðfarir brúnstakka Hitlers á sínum tíma. En þeir hafa lært eitt og annað af skoðanabræðrum sínum í Ku Klux Klan. Ætli það styttist ekki í hengingar?
Það eru vondir menn, sem leggja til atlögu við börn með þessum hætti. En það er sérstaklega einkennilegt í ljósi þess að þessir aktívistar telja sjálfa sig einatt þess umkomna að eigna sér einum friðarvilja, fóstra skoðanafrelsið, menningarlega fjölbreytni og það allt. Og það er þetta sama lið, sem líkir Bush við Hitler. Eins og það sé ekki nógu ósmekklegt út af fyrir sig (þó ekki væri nema fyrir fórnarlömb heimstyrjaldarinnar síðari og Helfararinnar), en þessi vinnubrögð minna einmitt á aðfarir brúnstakka Hitlers á sínum tíma. En þeir hafa lært eitt og annað af skoðanabræðrum sínum í Ku Klux Klan. Ætli það styttist ekki í hengingar?
0 Comments:
Ritaðu athugasemd við athugasemdir...
<< Heim