Egill kominn á skrið
Egill Helgason, sem stýrt hefur Silfri Egils af myndugleik undanfarin ár, er farinn að láta til sín taka á vefnum á nýjan leik. Það er vel, því þó Egill sé ágætur þáttastjórnandi er hann ekki síðri penni. Ég held líka að vefurinn henti honum einkar vel, því þar er formið knappt og tilefnin geta verið smá og stór. Stundum aðeins örmyndir úr hversdagslífinu, sem ekki kalla á neina frekari umræðu eða þrætubók. Egill er fjarskafínn í því.
Sumir vinir mínir finna að því að Egill gæti ekki hlutleysis sem skyldi. Hann sé rammpólitískur, haldi eigin sérviskum að áhorfendum, velji gesti eftir pólitískum hentugleikum og þar fram eftir götum. Mér finnst þessi gagnrýni ekki eiga við. Það má vel vera að eitthvað sé til í þessum aðfinnslum, en hvað með það? Er það ekki einmitt það, sem gerir Silfrið sérstakt, að stjórnandinn hikar ekki við að taka afstöðu ef því er að skipta? (Stundum grunar mig raunar að Egill látist hafa hinar og þessar skoðanir til þess að kreista fram andmæli hjá viðmælendunum.) En þó þetta væri allt satt og meira til — segjum að Egill gengi erinda einhverra pólitískra afla eða eigenda Norðurljósa — þá hvað? Ég treysti mér og öðrum til þess að taka öllum skoðunum með eðlilegum fyrirvara. Alveg eins og fólk veit að ástæðulaust er að trúa öllum auglýsingum eins og nýju neti.
Á sama tíma og ýtrustu kröfur verður að gera til fréttaflutnings er það einmitt punkturinn við umræðuþætti eins og Silfrið, að þar hafi menn svigrúm til þess að koma skoðunum sínum á framfæri, vel eða illa ígrunduðum. Það er svo áhorfenda að leggja mat á þær. Og ef það gætir slagsíðu, nú þá skynja menn hana og taka þáttinn með þeim fyrirvara. Eða við hverju búast menn í pólitískum þætti?
Sumir vinir mínir finna að því að Egill gæti ekki hlutleysis sem skyldi. Hann sé rammpólitískur, haldi eigin sérviskum að áhorfendum, velji gesti eftir pólitískum hentugleikum og þar fram eftir götum. Mér finnst þessi gagnrýni ekki eiga við. Það má vel vera að eitthvað sé til í þessum aðfinnslum, en hvað með það? Er það ekki einmitt það, sem gerir Silfrið sérstakt, að stjórnandinn hikar ekki við að taka afstöðu ef því er að skipta? (Stundum grunar mig raunar að Egill látist hafa hinar og þessar skoðanir til þess að kreista fram andmæli hjá viðmælendunum.) En þó þetta væri allt satt og meira til — segjum að Egill gengi erinda einhverra pólitískra afla eða eigenda Norðurljósa — þá hvað? Ég treysti mér og öðrum til þess að taka öllum skoðunum með eðlilegum fyrirvara. Alveg eins og fólk veit að ástæðulaust er að trúa öllum auglýsingum eins og nýju neti.
Á sama tíma og ýtrustu kröfur verður að gera til fréttaflutnings er það einmitt punkturinn við umræðuþætti eins og Silfrið, að þar hafi menn svigrúm til þess að koma skoðunum sínum á framfæri, vel eða illa ígrunduðum. Það er svo áhorfenda að leggja mat á þær. Og ef það gætir slagsíðu, nú þá skynja menn hana og taka þáttinn með þeim fyrirvara. Eða við hverju búast menn í pólitískum þætti?
0 Comments:
Ritaðu athugasemd við athugasemdir...
<< Heim