13.10.04

Taugatitringur vestanhafs

Maður sér í fréttum fyrir vestan að einhverjar sjónvarpsstöðvar hafi í hyggju að sýna heimildarmyndina Stolen Honor viku fyrir forsetakosningarnar 2. nóvember, en í henni lýsa gamlir vopnabræður John Kerrys því hvernig hann hafi orðið stríðshetja á vafasaman hátt, svo ekki sé dýpra í árinni tekið og nánast gerst sekur um föðurlandssvik með því að funda með Viet Cong á sama tíma og Bandaríkin áttu í stríði við þá, en þá var Kerry enn í Bandaríkjaher. Þetta eru mikið sömu mennirnir og komu fram í Swiftboat Vets auglýsingunum, sem styggðu kosningastjórn Kerrys hvað mest á dögunum. Demókratar eru svo taugaveiklaðir vegna þessara áformuðu sýninga, að þeir eru að reyna að koma í veg fyrir þær með kæru til bandaríska kosningaeftirlitsins FEC. Sumar helstu málpípur þeirra eru alveg brjálaðar út af þessu og finnst þetta jaðra við kosningasvindl. Það, sem mér finnst samt skrýtnast, er að þetta er meira og minna sama liðið og var ánægðast með framlag loddarans Michaels Moore til kosningabaráttunnar.