Rónar í Reykjavík

Svona er þetta oftar en ekki í kringum þessa búllu. Á fallegum sumardögum var ástandið Vallarstrætismegin og út á Austurvöll alveg óþolandi þar sem þessir þrælar Bakkusar veltust um í áflogum og rugli. Hvernig var það, var það ekki ein helsta uppgefna ástæðan fyrir því að Reykjavíkurborg lagði nektarbúllurnar í einelti um árið, að þær sköðuðu ímynd miðbæjarins? Ég fæ ekki séð að ástandið — nú eða ímyndin — hafi neitt skánað. Síður en svo. En hin sorglega staðreynd er sú að borgaryfirvöld hafa afar takmarkaðan áhuga á miðbænum og virðast raunar gera allt, sem í þeirra valdi stendur, til þess að gera miðbæinn að auðn. Ég ætti kannski að stinga því að Björgólfi að kaupa Austurstræti 6 og gera eitthvað skemmtilegt úr því.
1 Comments:
Viltu að þeir komi ekki nær 101 en að Hlemmi?
Ritaðu athugasemd við athugasemdir...
<< Heim