ÍslEnska í Mogga
Fannst skrýtið að sjá skýringarlausa auglýsingu á ensku í Morgunblaðinu í morgun. Á blaðsíðu 19 má finna fullkomlega óskiljanlega auglýsingu á lögmannaensku, en eftir því sem ég kemst næst fjallar hún um framsal á tryggingasamningum eða eitthvað ámóta. Fram að þessu hafa auglýsingar í Mogganum ávallt verið á íslensku, þó vitaskuld hafi þar stundum birst auglýsingar á tveimur eða þremur tungum, en íslenskan hefur ávallt verið þar á meðal. Sjálfur gerði ég eitt sin auglýsingu þar sem fyrirsögnin var á kínversku!
Sumum finnst þetta kannski tittlingaskítur hjá mér, þetta gildi einu. En hvað fyndist mönnum ef Vífilfell auglýsti bara „Enjoy Coca-Cola“? Ég hugsa að margan hnykkti við.
Svo fannst mér ekki bæta úr skák að sjá í myndatexta á baksíðu að kúabóndinn söngelski, Árni Brynjólfsson, hefði komið sér upp „róbóta“. Ég hélt að Nýjasta tækni og vísindi hefði algerlega fest orðið „þjarkur“ í málinu yfir þessi þing.
Sumum finnst þetta kannski tittlingaskítur hjá mér, þetta gildi einu. En hvað fyndist mönnum ef Vífilfell auglýsti bara „Enjoy Coca-Cola“? Ég hugsa að margan hnykkti við.
Svo fannst mér ekki bæta úr skák að sjá í myndatexta á baksíðu að kúabóndinn söngelski, Árni Brynjólfsson, hefði komið sér upp „róbóta“. Ég hélt að Nýjasta tækni og vísindi hefði algerlega fest orðið „þjarkur“ í málinu yfir þessi þing.
0 Comments:
Ritaðu athugasemd við athugasemdir...
<< Heim