Bush sigrar
Bandarískir fjölmiðlar láta ekki að sér hæða og hafa þegar gert kannanir eftir kappræðurnar. Samkvæmt þeim hefur Kerry vinninginn í kappræðunum, en áhrifin á það hvað menn hyggjast kjósa virðast hverfandi sem fyrr.
En ég ætla samt að lýsa því yfir að Bush muni sigra þetta. Það byggi ég á tvennu:
Í fyrsta lagi eiga flestar kannanir að endurspegla hug bandarísku þjóðarinnar allrar. Það kemur málinu hins vegar sáralítið við vegna kjördæmakerfisins. Ef menn skoða kannanir, sem gerðar eru í einstökum ríkjum, bendir allt til þess að Bush sigri þetta næsta auðveldlega. Síðustu tölur hjá Electoral Vote benda til þess að Bush fái 291 kjörmann, en Kerry 228.
Í öðru lagi eru upplýsingakerfi, sem byggja á veðbankahugmyndum, á einu máli um að Bush hafi þetta. Þegar þetta er ritað eru hlutföllin hjá Tradesports 54,3% fyrir Bush og 45,0% fyrir Kerry. Ég hneigist eindregið til þess að taka meira mark á slíkum upplýsingakerfum en skoðanakönnunum þegar horft er meira en 2-3 daga fram í tímann.
En ég ætla samt að lýsa því yfir að Bush muni sigra þetta. Það byggi ég á tvennu:
Í fyrsta lagi eiga flestar kannanir að endurspegla hug bandarísku þjóðarinnar allrar. Það kemur málinu hins vegar sáralítið við vegna kjördæmakerfisins. Ef menn skoða kannanir, sem gerðar eru í einstökum ríkjum, bendir allt til þess að Bush sigri þetta næsta auðveldlega. Síðustu tölur hjá Electoral Vote benda til þess að Bush fái 291 kjörmann, en Kerry 228.
Í öðru lagi eru upplýsingakerfi, sem byggja á veðbankahugmyndum, á einu máli um að Bush hafi þetta. Þegar þetta er ritað eru hlutföllin hjá Tradesports 54,3% fyrir Bush og 45,0% fyrir Kerry. Ég hneigist eindregið til þess að taka meira mark á slíkum upplýsingakerfum en skoðanakönnunum þegar horft er meira en 2-3 daga fram í tímann.
0 Comments:
Ritaðu athugasemd við athugasemdir...
<< Heim