17.7.06

Solla stirða býður uppi dans

Margrét S. Björnsdóttir, ein nánasta samverkakona Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, formanns Samfylkingarinnar, ritar grein í Morgunblaðið á laugardag, sem fær heiðurssess á miðopnu blaðsins, þrátt fyrir að vera margfalt lengri en reglur þess um aðsent efni segja fyrir um. Þar fjallar Margrét um pólitískt erindi Samfylkingarinnar og samstarfskosti í víðu samhengi, en enginn þarf að efast um að greinin er rituð og birt með samþykki formannsins. Þar eru boðaðar ýmsar stefnubreytingar Samfylkingarinnar, en stórpólitísk tíðindi greinarinnar, sem raunar er klifað á, er að samstarf við Sjálfstæðisflokkinn komi fullt eins til greina og hvað annað, en þar er heldur betur sveigt af fyrri leið. Má víst telja að forysta Samfylkingarinnar sé orðin taugaveikluð yfir fylgistapinu fyrst Solla stirða býður upp í dans og stígur í hægri vænginn.

Þessi athugasemd birtist fyrst í Blaðinu.